top of page
Ragnhildi öldu.png

Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir

Í 1. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík

Um leið og við stígum út fyrir dyrnar okkar tekur borgin við okkur. Alls staðar í kringum okkur má sjá afrakstur borgarpólitíkarinnar: Á götunum og gangstéttunum, á gatnamótunum og umferðarljósunum, á leikskólunum og grunnskólunum. Borgarpólitíkin sést á því hversu langt er í bílinn eða næstu strætóstoppistöð. Borgarpólitíkinn snertir alla litlu og stóru hlutina í lífi okkar og þess vegna skiptir máli hvernig stefna borgarpólitíkarinnar er. Reykjavík á að snúast um að þjónusta Reykvíkinga, ekki öfugt. Það er mín sýn og mín stefna.

Heim: Welcome

Vertu með

Margar hendur vinna létt verk. Ef þú getur lagt framboðinu lið með einhverjum hætti, hvort sem það er að hella upp á könnuna í kosningamiðstöðinni eða að hringja í vinahópinn, þá er það ávallt innilega vel þegið. Ýttu á hnappinn hér fyrir neðan til að skrá þig.

Heim: Get Involved
Image by Marika Bellavance

 Málefnin í hnotskurn

Áreiðanleg Reykjavík

Húsnæðismál

Borgin þarf að fá að stækka

Það hefur lengi verið skortur á lóðum sem henta til hagkvæmrar íbúðauppbyggingar í borginni. Það mun þurfa 27.000 íbúðir næstu 8 árin til að anna mannfjöldaspá, en nú þegar hefur samdráttur á íbúðum í byggingu kynt undir verðbólgu. Borgin er í dauðafæri til að leysa vandann en til þess þarf að bjóða valkosti utan þéttingarreita, hraða uppbyggingu húsnæðis og endurskoða fjöldann allan af úreltum gjöldum sem lögð eru á byggjendur. Það þarf að mæta fjölbreyttum húsnæðisþörfum fólks svo ekki rísi bara fjölbýlahverfi, heldur fjölbreytt hverfi með alls konar húsum fyrir alls konar fólk.

Skólamál

Bakbein jafnréttis og atvinnulífs

Síðastliðinn áratug hefur vandi vegna plássleysis í leikskólum í Reykjavík vaxið ásmegin. Við þurfum að greiða fyrir fjölgun leikskóla og leikskólaplássa óháð rekstrarformi. Stytting á opnunartíma leikskóla hefur gert mörgum fjölskyldum mjög erfitt fyrir. Það þarf að endurskoða styttingu leikskólanna út frá því að tryggja viðráðanlegt vaktaálag fyrir starfsfólk leikskólanna án þess að það bitni á þjónustu við fjölskyldur.  
Bregðast þarf samstundis við svartri skýrslu um ástandið á viðhaldi í grunnskólum. Heilsusamlegar skólabyggingar fyrir börnin okkar er algjör lágmarkskrafa.

Samgöngumál

Góðar samgöngulausnir taka mið af þörfum notenda, ekki öfugt.

Samgöngur snúast um meira en að koma fólki á milli staða, því við höfum öll mismunandi ferðaþarfir hverju sinni. Samgöngur í Reykjavík þurfa að taka mið af þessum fjölbreytileika og tryggja gott umferðarflæði allra í umferðinni, en til þess þurfa allir samgönguinnviðir að vera í lagi og vinna saman. Erfiðleikar við rekstrarkostnað Strætó hafa valdið samdrætti í þjónustunni. Núverandi útfærsla Borgarlínu mun ekki virka sem skyldi ef Strætó nær illa að sækja farþega til hennar inn í hverfin. Þessu þarf að taka mið af þegar endanleg útfærsla Borgarlínu og samsvarandi fjárfesting ríkis- og sveitarfélaga er ákveðin, svo skattgreiðendur sitji ekki uppi með samgöngukerfi sem kostar gífurlegt fjármagn en virkar svo ekki sem skyldi.

Umferðarmál

Færum umferðarmálin úr fortíðinni yfir í framtíðina

Það er löngu orðið tímabært að snjallvæða umferðina í Reykjavík. Snjöll ljósastýring bætir umferðarflæði í kerfinu í heild sem skilar sér í miklum tímasparnaði og minni mengun frá ökutækjum, auk þess að tryggja strætó og sjúkrabílum forgang í umferðinni. Með því að bæta við snjöllum gangbrautum verður umferðin öruggari og skilvirkari fyrir alla, þá sérstaklega þau okkar sem eru viðkvæmari í umferðinni. Snjallar gangbrautir skynja aðkomandi umferð bæði gangandi og akandi úr ágætri fjarlægð. Þau lýsast upp og gefa frá sér hljóð þegar gangandi fer yfir og tryggja því að ljósin endist nógu lengi til að jafnvel börnin sem koma hlaupandi til að ná græna karlinum og rafmagnshlaupahjólin nái að skjóta sér yfir.

Fyrir fyrirtækin

Minni álögur, meira vaxtarrými

Fyrirtækin greiða árlega rúmlega 1% af landsframleiðslu, eða um 28 milljarða króna, til sveitarfélaga í formi fasteignaskatta. Í Reykjavík er álagningarhlutfall fasteignaskatta atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, á sama tíma og önnur sveitafélög hafa mörg hver lækkað sínar álögur. Þetta hefur kynt undir vondan spíral þar sem fasteignamatið fer sífellt hækkandi, sem hækkar fasteignagjöldin sömuleiðis. Þá þarf að hækka leiguverð sem stuðlar svo aftur að hærra fasteignamati. Þessu verður að vinda ofan af.

Rekstur Reykjavíkurborgar

Hér þarf að taka handbremsubeygju

Skuldir borgarinnar hafa vaxið viðstöðulaust allt kjörtímabilið eða úr 299 milljörðum yfir í 400 milljarða og enn frekari skuldavöxtur er í kortunum samkvæmt áætlunum borgarinnar. Það er ekki að sjá að þjónusta hafi batnað þrátt fyrir fjölgun starfsfólks og vöxt í yfirbyggingu borgarinnar því kannanir sýna að ánægja Reykvíkinga með þjónustu borgarinnar hefur minnkað. Hér þarf að taka handbremsubeygju. Það þarf að ráðast í skipulagsbreytingar sem minnka yfirbygginguna í þágu þess að tími og orka starfsfólks skili sér sem best í framlínuþjónustu við íbúa. Ásamt þessu þarf að einfalda og stytta boðleiðir og ferla til að minnka þá sóun sem hefur orðið vegna þess að kerfið setur alltof oft þungann af orku og tíma starfsfólks í að þjónusta sig sjálft umfram íbúa.

Heim: Issues
Heim: Instagram

©2021 by Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Proudly created with Wix.com

bottom of page