Um mig

Ragnhildur Alda fæddist í Reykjavík 30. júlí 1990. Hún er gift Einari Friðrikssyni lækni en sonur hennar er Vilhjálmur Andri Jóhannsson. Foreldrar hennar eru Vilhjálmur Egilsson og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Hún er með B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í þjónustustjórnun við viðskiptafræðideild frá sama skóla. Ragnhildur Alda er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks og innkauparáði Reykjavíkurborgar. Hún hefur meðal annars verið aðstoðarmaður rannsakenda við Háskóla Íslands, flugfreyja hjá Icelandair, innheimtufulltrúi hjá Tollstjóranum í Reykjavík og förðunarfræðingur í Body Shop.
Ragnhildur Alda hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, árin 2015 - 2017 og sat í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, árin 2017 - 2021. Samhliða náminu var Ragnhildur Alda virk í stúdentapólitík fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta og sat meðal annars í Háskólaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku árin 2018 - 2020. Einnig stofnaði Ragnhildur Alda geðfræðslufélagið Hugrúnu ásamt góðum hópi stúdenta og sat í stjórn félagsins árin 2016 - 2018.








